Tónlist notuð við lestrarþjálfun nemenda.

Tónlist er mikill gleðigjafi fyrir flest okkur. Hún hreyfir við okkur á einn eða annan hátt. Hverjir muna ekki eftir ástarsorginni og hlusta á Celin Dion "Al by my self".Alveg dæmigert lag þegar einhver er einmanna og það virðist skilja hvernig okkur líður og því viljum við (sum okkar allavega) hlusta á þetta lag.

En við hlustum líka á tónlist þegar okkur líður vel og margir syngja einmitt þegar þeim líður vel.

Tónlistin sem sagt hreyfir við okkur og okkar tilfinningum.

En getur verið að tónlistin geri meira en bara að hreyfa við okkur og hugga okkur þegar við erum einmanna, eða veita okkur útrás þegar okkur líður vel?

Já, tónlistin er mikilvægari en það.

Tónlistin hefur áhrif á þroska barna og þroskaþætti, hún hefur styrkjandi áhrif á hina mikilvægu þroskaþættina í lífi barns, t.d. málþroskann, hreyfiþroskann, vitsmunaþroskann og félagsþroskann svo eitthvað sé nefnt.

Rannsóknir hafa sýnt fram á að heili barna sem læra snemma tónlist eða um þriggja ára aldur, er öðruvísi en heili þeirra barna sem ekki fá markvissa kennslu í tónlist. Þessir nemendur hafa meiri tilfinningu fyrir hljóði og takti en jafnaldrar sem ekki fá sömu æfingu.

Og þrátt fyrir að erfðaþættir hafi áhrif á færni í tónlist, er það æfing og kennsla sem hefur meira vægi en erfðirnar.

Þegar maður skoða áhrif tónlistar á þroska barna, sér maður möguleika í að nýta hana til að t.d. til að efla lestrarnám barna.

Hef þetta ekki lengra í bili,

takk fyrir mig.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Orð í tíma töluð.

Hef alltaf haft þetta á tilfinningunni að börn sem alast upp við að mikið sé sungið fyrir þau séu með betri hljóðkerfisvitund. Ég heldi líka að tónlist geti hjálpað börnum sem eiga erfitt með að læra. Það er hægt að tengja tónlist inn i nánaæst allar námsgreinar. 

Ég mátti bara til með að kommenta hér því ég hef rekið mig á það eins og þú að þetta hefur ekki verið mikið rannsakað. Þrátt fyrir að allir vita að það er auðveldara að læra ljóð ef maður getur sungið það. Þetta hlýtur að sejga manni eitthvað :)

Sólveig Valgerður Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband