Tónlist í fyrirrúmi í kennslu yngstu barnanna.

Tónlist er ekki bara skemmtileg til ađ hlusta á eđa til ađ hafa ofan af fyrir gestum, heldur er tónlist eitt af mikilvćgustu verkfćrum í kennslu yngstu kynslóđarinnar.

Tónlistin hefur víđtćk áhrif á heilann og starfsemi hans. Hćgt er ađ lesa um rannsóknir á heila barna sem fá markvissa tónlistarörvun frá unga aldri.

Donald A Hodges prófessor í tónlistarkennslu,sagđi frá í grein sinni The musical brain í bókinni The child as musician: A handbook of musical development ( 2006; New York: Oxford Universiti Press), rannsókn á EEG heilabylgjum barna á aldrinum 4-6ára. Sýndu ţessar rannsóknir fram á ađ börn sem fengu markvissa tónlistarörvun frá unga aldri ađ ţau ćttu auđveldara međ ađ greina lengd hljóđa bćđi í tónlist og eins í móđurmáli sínu.  

Vert er ađ geta ţess ađ mikilvćgt er fyrir nemendur í lestrarnámi ađ hafa góđa hljóđkerfisvitund sem felur í sér m.a. ađ greina lengd hljóđa í málhljóđi sem og rím og samstöfur.

Margt er hćgt ađ lesa sig um hér á netinu og margir góđir tónmenntakennarar eru ađ gera góđa hluti í leik- og grunnskólunum.

Takk fyrir mig

Kem kannski međ meira í ţessum dúr seinna ţegar ég hef tíma.

 


Vissulega vilja fleiri lesa um eitthvađ sem skiptir máli...

Sćl öll sem kíkiđ viđ á bloggiđ mitt. Ţađ er liđin ţó nokkur tími síđan ég hafđi tíma til ađ setja eitthvađ hingađ inn sem skiptir máli. Mikiđ vatn hefur runniđ til sjávar, eins og ţađ stendur einhversstađar, síđan ţá. Ég er komin međ fjórđa strákinn og útskrifuđ sem leikskóla og grunnskóla sérkennari. Nú er ég byrjuđ ađ vinna aftur á leikskóla og líkar vel, sé um börnin sem eiga ađ fara í grunnskóla nćsta haust, tónlistartíma og tákn međ tali. Ţađ er sem sagt mjög spennandi vetur fram undan.

Ég held auđvitađ áfram ađ predika ţetta međ mikilvćgi tónlistar og menntun barna.

Núna eftir ađ ég er útskrifuđ sem sérkennari og veit ţađ sem ég veit, tel ég ţađ óđs mans ćđi ađ skera niđur tónlist í leik og grunnskólum.

Hafđi heyrt ađ ţađ séu fćrri tímar í tónmenntarkennslu hjá leikskólakennurum í dag heldur en ţegar ég útskrifađist sem leikskólakennari 2003.

Auđvitađ hafa ekki allir áhuga á tónlist eđa telja sig geta veitt börnunum í leikskólanum sem ţau ţurfa í tónlist. Hef ég fundiđ góđa lausn á ţví máli og hún er ađ bjóđa ţeim sem áhuga hafa á ađ mennta sig frekar sem tónmenntakennara í leikskóla, fái tćkifćri á ađ velja sérstakan kúrs í tónmennt fyrir nemendur í leik og grunnskóla. 

Núna ţurfa ţeir sem mennta sig sem leik eđa grunnskólakennarar ađ vera í fimm ár og ljúka námi međ mastersprófi. Ţá hlýtur ađ aukast ţađ val sem kennarar hafa í ađ velja sér ákveđiđ fag sem ţeir hafa mest áhuga á. Ţađ hlýtur ađ vera auđveldara ađ bćta viđ ţađ námsframbođ sem í bođi er í háskólanum fyrir kennara??? 

Ég vona bara ađ ţeir sem útskrifast međ master í leik eđa grunnskólakennslu, gefi sér góđan tíma til ađ átta sig á ţví hvađa fag ţeir vilja helst kenna. Ţví ţađ er skemmtilegt ađ kenna og ennţá skemmtilegra ţegar mađur hefur sérstakan áhuga á ţví fagi sem mađur kennir.


Menntamál

Í öllu ţessu tali um hrun, Icesave og eldgos, fara menntamál algerlega fyrir lítiđ. Í kreppu eins og ţessari er nefnilega skoriđ niđur í menntamálum ţó svo ţađ megi ekki viđ ţví frekar en t.d. hjá lögreglunni.

Skólar á Íslandi hafa veriđ ađ bćta stefnu sína og Grunnskóli fyrir alla, nám án ađgreiningar, er góđ stefna. En í dag er ekki hćgt ađ fylgja henni ţar sem fjármuni vantar til ađ manna ţćr stöđur sem ţurfa ađ vera til ađ ţađ sé hćgt ađ virkja ţessa stefnu. 

Kennarar hafa veriđ ađ missa vinnuna, sér í lagi á höfuđborgarsvćđinu og mikiđ af fólki er á atvinnuleysisbótum.

Til ađ hćgt sé ađ hafa stefnu eins og Grunnskóli fyrir alla, nám án ađgreiningar, ţarf ađ hafa menntađa kennara og starfsfólk í öllum stöđum. Sérkennara og stuđning fyrir alla ţá nemendur sem ţađ ţurfa.

Miklir biđlistar eru í sér úrrćđi eins og Bugl og á Greiningamiđstöđina og ţví hćtt viđ ađ ţeir nemendur sem ţurfa sér úrrćđi, lendi í biđstöđu og fá ekki ţađ sem ţeir eiga rétt á, út úr skólakerfinu.

Ţetta er grátlegt í okkar "velferđar" ţjóđfélagi.

Allir nemendur eiga rétt á ţví ađ fá ţá menntun sem hćfir ţeim, hvar sem ţeir eru og  sama í hvađa ástandi ţeir eru.

Takk fyrir mig.


Tónlist notuđ viđ lestrarţjálfun nemenda.

Tónlist er mikill gleđigjafi fyrir flest okkur. Hún hreyfir viđ okkur á einn eđa annan hátt. Hverjir muna ekki eftir ástarsorginni og hlusta á Celin Dion "Al by my self".Alveg dćmigert lag ţegar einhver er einmanna og ţađ virđist skilja hvernig okkur líđur og ţví viljum viđ (sum okkar allavega) hlusta á ţetta lag.

En viđ hlustum líka á tónlist ţegar okkur líđur vel og margir syngja einmitt ţegar ţeim líđur vel.

Tónlistin sem sagt hreyfir viđ okkur og okkar tilfinningum.

En getur veriđ ađ tónlistin geri meira en bara ađ hreyfa viđ okkur og hugga okkur ţegar viđ erum einmanna, eđa veita okkur útrás ţegar okkur líđur vel?

Já, tónlistin er mikilvćgari en ţađ.

Tónlistin hefur áhrif á ţroska barna og ţroskaţćtti, hún hefur styrkjandi áhrif á hina mikilvćgu ţroskaţćttina í lífi barns, t.d. málţroskann, hreyfiţroskann, vitsmunaţroskann og félagsţroskann svo eitthvađ sé nefnt.

Rannsóknir hafa sýnt fram á ađ heili barna sem lćra snemma tónlist eđa um ţriggja ára aldur, er öđruvísi en heili ţeirra barna sem ekki fá markvissa kennslu í tónlist. Ţessir nemendur hafa meiri tilfinningu fyrir hljóđi og takti en jafnaldrar sem ekki fá sömu ćfingu.

Og ţrátt fyrir ađ erfđaţćttir hafi áhrif á fćrni í tónlist, er ţađ ćfing og kennsla sem hefur meira vćgi en erfđirnar.

Ţegar mađur skođa áhrif tónlistar á ţroska barna, sér mađur möguleika í ađ nýta hana til ađ t.d. til ađ efla lestrarnám barna.

Hef ţetta ekki lengra í bili,

takk fyrir mig.

 

 


Gildi tónlistar í skólum (leik og grunnskólum)

Ég er mikil áhugamanneskja á tónlist og hef veriđ ađ skođa hvort hćgt sé ađ nýta sér tónlistina meira inn í almenna kennslu til ađ ná ţeim markmiđum sem kennari setur sér. Ţá er ég ekki ađ tala um ađ nota tónlistina bara í tónmennt, heldur sem verkfćri til ađ efla fćrni nemenda í ákveđnum námsgreinum t.d. lestri.

Ég er alveg viss um ađ ţetta sé vel hćgt og ađ tónlistin styđji vel viđ nemendur sem eru ađ lćra ađ lesa. Vandamáliđ er bara ţađ ađ ţetta hefur ekki veriđ rannsakađ (svo ég viti um) hér eđa í öđrum löndum. 

Mig langar til ađ tileinka ţetta blogg, ekki vćli og volćđi kreppunnar, heldur máli sem getur kannski breytt einhverju í kennslu ađferđum í skólum (leik og grunnskólum).

 

Ćtla ađ láta ţetta duga í bili og koma međ meiri ţankagang seinna um ţetta efni.  Mun ég ţá vitna í frćđimenn sem meira vita um máliđ.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband