Færsluflokkur: Dægurmál
23.9.2010 | 22:15
Tónlist í fyrirrúmi í kennslu yngstu barnanna.
Tónlist er ekki bara skemmtileg til að hlusta á eða til að hafa ofan af fyrir gestum, heldur er tónlist eitt af mikilvægustu verkfærum í kennslu yngstu kynslóðarinnar.
Tónlistin hefur víðtæk áhrif á heilann og starfsemi hans. Hægt er að lesa um rannsóknir á heila barna sem fá markvissa tónlistarörvun frá unga aldri.
Donald A Hodges prófessor í tónlistarkennslu,sagði frá í grein sinni The musical brain í bókinni The child as musician: A handbook of musical development ( 2006; New York: Oxford Universiti Press), rannsókn á EEG heilabylgjum barna á aldrinum 4-6ára. Sýndu þessar rannsóknir fram á að börn sem fengu markvissa tónlistarörvun frá unga aldri að þau ættu auðveldara með að greina lengd hljóða bæði í tónlist og eins í móðurmáli sínu.
Vert er að geta þess að mikilvægt er fyrir nemendur í lestrarnámi að hafa góða hljóðkerfisvitund sem felur í sér m.a. að greina lengd hljóða í málhljóði sem og rím og samstöfur.
Margt er hægt að lesa sig um hér á netinu og margir góðir tónmenntakennarar eru að gera góða hluti í leik- og grunnskólunum.
Takk fyrir mig
Kem kannski með meira í þessum dúr seinna þegar ég hef tíma.
Dægurmál | Breytt 25.9.2010 kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2010 | 17:20
Vissulega vilja fleiri lesa um eitthvað sem skiptir máli...
Sæl öll sem kíkið við á bloggið mitt. Það er liðin þó nokkur tími síðan ég hafði tíma til að setja eitthvað hingað inn sem skiptir máli. Mikið vatn hefur runnið til sjávar, eins og það stendur einhversstaðar, síðan þá. Ég er komin með fjórða strákinn og útskrifuð sem leikskóla og grunnskóla sérkennari. Nú er ég byrjuð að vinna aftur á leikskóla og líkar vel, sé um börnin sem eiga að fara í grunnskóla næsta haust, tónlistartíma og tákn með tali. Það er sem sagt mjög spennandi vetur fram undan.
Ég held auðvitað áfram að predika þetta með mikilvægi tónlistar og menntun barna.
Núna eftir að ég er útskrifuð sem sérkennari og veit það sem ég veit, tel ég það óðs mans æði að skera niður tónlist í leik og grunnskólum.
Hafði heyrt að það séu færri tímar í tónmenntarkennslu hjá leikskólakennurum í dag heldur en þegar ég útskrifaðist sem leikskólakennari 2003.
Auðvitað hafa ekki allir áhuga á tónlist eða telja sig geta veitt börnunum í leikskólanum sem þau þurfa í tónlist. Hef ég fundið góða lausn á því máli og hún er að bjóða þeim sem áhuga hafa á að mennta sig frekar sem tónmenntakennara í leikskóla, fái tækifæri á að velja sérstakan kúrs í tónmennt fyrir nemendur í leik og grunnskóla.
Núna þurfa þeir sem mennta sig sem leik eða grunnskólakennarar að vera í fimm ár og ljúka námi með mastersprófi. Þá hlýtur að aukast það val sem kennarar hafa í að velja sér ákveðið fag sem þeir hafa mest áhuga á. Það hlýtur að vera auðveldara að bæta við það námsframboð sem í boði er í háskólanum fyrir kennara???
Ég vona bara að þeir sem útskrifast með master í leik eða grunnskólakennslu, gefi sér góðan tíma til að átta sig á því hvaða fag þeir vilja helst kenna. Því það er skemmtilegt að kenna og ennþá skemmtilegra þegar maður hefur sérstakan áhuga á því fagi sem maður kennir.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2010 | 10:48
Menntamál
Í öllu þessu tali um hrun, Icesave og eldgos, fara menntamál algerlega fyrir lítið. Í kreppu eins og þessari er nefnilega skorið niður í menntamálum þó svo það megi ekki við því frekar en t.d. hjá lögreglunni.
Skólar á Íslandi hafa verið að bæta stefnu sína og Grunnskóli fyrir alla, nám án aðgreiningar, er góð stefna. En í dag er ekki hægt að fylgja henni þar sem fjármuni vantar til að manna þær stöður sem þurfa að vera til að það sé hægt að virkja þessa stefnu.
Kennarar hafa verið að missa vinnuna, sér í lagi á höfuðborgarsvæðinu og mikið af fólki er á atvinnuleysisbótum.
Til að hægt sé að hafa stefnu eins og Grunnskóli fyrir alla, nám án aðgreiningar, þarf að hafa menntaða kennara og starfsfólk í öllum stöðum. Sérkennara og stuðning fyrir alla þá nemendur sem það þurfa.
Miklir biðlistar eru í sér úrræði eins og Bugl og á Greiningamiðstöðina og því hætt við að þeir nemendur sem þurfa sér úrræði, lendi í biðstöðu og fá ekki það sem þeir eiga rétt á, út úr skólakerfinu.
Þetta er grátlegt í okkar "velferðar" þjóðfélagi.
Allir nemendur eiga rétt á því að fá þá menntun sem hæfir þeim, hvar sem þeir eru og sama í hvaða ástandi þeir eru.
Takk fyrir mig.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.4.2010 | 23:58
Tónlist notuð við lestrarþjálfun nemenda.
Tónlist er mikill gleðigjafi fyrir flest okkur. Hún hreyfir við okkur á einn eða annan hátt. Hverjir muna ekki eftir ástarsorginni og hlusta á Celin Dion "Al by my self".Alveg dæmigert lag þegar einhver er einmanna og það virðist skilja hvernig okkur líður og því viljum við (sum okkar allavega) hlusta á þetta lag.
En við hlustum líka á tónlist þegar okkur líður vel og margir syngja einmitt þegar þeim líður vel.
Tónlistin sem sagt hreyfir við okkur og okkar tilfinningum.
En getur verið að tónlistin geri meira en bara að hreyfa við okkur og hugga okkur þegar við erum einmanna, eða veita okkur útrás þegar okkur líður vel?
Já, tónlistin er mikilvægari en það.
Tónlistin hefur áhrif á þroska barna og þroskaþætti, hún hefur styrkjandi áhrif á hina mikilvægu þroskaþættina í lífi barns, t.d. málþroskann, hreyfiþroskann, vitsmunaþroskann og félagsþroskann svo eitthvað sé nefnt.
Rannsóknir hafa sýnt fram á að heili barna sem læra snemma tónlist eða um þriggja ára aldur, er öðruvísi en heili þeirra barna sem ekki fá markvissa kennslu í tónlist. Þessir nemendur hafa meiri tilfinningu fyrir hljóði og takti en jafnaldrar sem ekki fá sömu æfingu.
Og þrátt fyrir að erfðaþættir hafi áhrif á færni í tónlist, er það æfing og kennsla sem hefur meira vægi en erfðirnar.
Þegar maður skoða áhrif tónlistar á þroska barna, sér maður möguleika í að nýta hana til að t.d. til að efla lestrarnám barna.
Hef þetta ekki lengra í bili,
takk fyrir mig.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.3.2010 | 22:59
Gildi tónlistar í skólum (leik og grunnskólum)
Ég er mikil áhugamanneskja á tónlist og hef verið að skoða hvort hægt sé að nýta sér tónlistina meira inn í almenna kennslu til að ná þeim markmiðum sem kennari setur sér. Þá er ég ekki að tala um að nota tónlistina bara í tónmennt, heldur sem verkfæri til að efla færni nemenda í ákveðnum námsgreinum t.d. lestri.
Ég er alveg viss um að þetta sé vel hægt og að tónlistin styðji vel við nemendur sem eru að læra að lesa. Vandamálið er bara það að þetta hefur ekki verið rannsakað (svo ég viti um) hér eða í öðrum löndum.
Mig langar til að tileinka þetta blogg, ekki væli og volæði kreppunnar, heldur máli sem getur kannski breytt einhverju í kennslu aðferðum í skólum (leik og grunnskólum).
Ætla að láta þetta duga í bili og koma með meiri þankagang seinna um þetta efni. Mun ég þá vitna í fræðimenn sem meira vita um málið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)